Sunnudaginn 12. desember kl. 17:00 verða kynntar á Héraðsbókasafni Strandasýslu á Hólmavík þrjár bækur sem koma út fyrir jólin. Jón Hjartarson frá Undralandi kynnir bók sína Fyrir miðjum firði sem inniheldur minningar úr Kollafirði og kona hans Áslaug Ólafsdóttir kynnir bók sína Stafasúpan sem er ljóða- og myndabók fyrir börn á öllum aldri. Einnig kynnir Engilbert Ingvarsson bókina sína Þegar rauði bærinn féll, minningarbrot frá Ísafjarðarárum 1944-1953. Höfundarnir árita bækur ef þess er óskað. Kaffi og piparkökur í boði og allir velkomnir.