22/11/2024

Tónlist fyrir alla á Hólmavík

Grunnskóla- og leikskólabörn á Ströndum fengu góða gesti í dag þegar verkefnið Tónlist fyrir alla heimsótti Hólmavík. Það voru þeir Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson sem fluttu dagskrána DANS og léku danstónlist frá ýmsum löndum og ýmsum tímum, m.a. verk sem þeir hafa útsett sjálfir. Á efnisskránni mátti heyra þekkta danstónlist og danslög sem tónskáld hafa ætlað sérstaklega til flutnings á tónleikum. Tilgangurinn er að kynna fyrir börnum – með lifandi flutningi – hlutverk dansins í allri tónlist, en undirstaða þess listforms er einmitt hrynjandin og hreyfingin sjálf. Hólmavíkurkirkja var þéttsetin meðan dagskráin fór fram.

  580-tonlistalla1 580-tonlistalla2

Tónlist fyrir alla á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson