22/11/2024

Stefna að opnun fiskbúðar á Hólmavík

Nýir eigendur tóku formlega við lyklum að fiskvinnsluhúsinu að Fiskislóð 1 á Hólmavík. Magnús Bragason hyggst starfrækja þar fiskvinnslu í framtíðinni, kaupa fisk af bátum og vinna hann á ýmsan hátt. Meðal annars verður þar fiskbúð þar sem hægt verður að kaupa ferskan fisk, sem er kærkomin nýjung hér á Hólmavík. Með því mun Hólmavík skipa sér í fremstu röð sjávarplássa á landinu en það er ekki víða sem hægt er að kaupa ferskan fisk í litlum þorpum á landsbyggðinni þrátt fyrir nokkuð öfluga útgerð, og hefur það komið mörgum ferðamanninum spánskt fyrir sjónir.

Ljósmyndin að neðan er af núverandi og fyrrverandi eigendum Fiskislóðar 1. Frá vinstri, Magnús Bragason, Elísabet Pálsdóttir, Sævar Benediktsson og Gunnar Bragi Magnússon.

580-fiskbud