22/11/2024

Aðalfundur og stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða

300-ferdafundur1Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða var haldinn í morgun á Núpi í Dýrafirði og í gærkvöld var haldinn kynningarfundur um nýja stefnumótun Ferðamálasamtakanna 2010-15. Þar komu margvíslegar skemmtilegar hugmyndir fram um hvernig efla mætti þessa mikilvægu atvinnugrein sem sífellt hefur meira vægi fyrir byggð og mannlíf á Vestfjörðum. Framundan er svo heilmikil ráðstefna sem hefst kl. 11:00 og hefur yfirskriftina Umhverfisvottaðir Vestfirðir.

580-ferdafundur2

Ásgerður Þorleifsdóttir hjá AtVest kynnir stefnumótun fyrir árin 2010-2015.

580-ferdafundur1

Fundarmenn fylgjast með af athygli.

580-ferdafundur4

Áslaug Alfreðsdóttir hjá Hótel Ísafirði gaf ekki kost á sér í stjórn samtakanna, en þar hefur hún setið samfellt frá árinu 1988. Var henni þakkað kærlega fyrir vel unnin störf í þágu ferðaþjónustunnar.

580-ferdafundur6

Einnig hættu í stjórn Sævar Pálsson (frá Djúpavík) sem nú rekur Hótel Flókalund og Björn Samúelsson á Reykhólum sem rekur Eyjasiglingu.

580-ferdafundur5

Áslaug Alfreðsdóttir, Sigurður Atlason formaður, Björn Samúelsson og Sævar Pálsson.

580-ferdafundur3

Ferðamálafrömuðir á Vestfjörðum.

580-ferdafundur9

Ný stjórn samtakanna er skipuð: Sigurður Atlason formaður á Hólmavík, Halldóra Játvarðsdóttir Miðjanesi í Reykhólahreppi (vantar á myndina), Ragna Magnúsdóttir Bolungarvík, Einar Unnsteinsson Laugarhóli í Bjarnarfirði, Keran Ólason Breiðavík, Ester Unnsteinsdóttir Súðavík og Sigurður Arnfjörð Núpi í Dýrafirði.

– ljósm. Jón Jónsson