Eins og fram hefur komið hefur Þróunarsetrið á Hólmavík verið að gera tilraunir með netfundabúnað síðustu vikur og m.a. sent út tvo síðustu súpufundi á Café Riis í gegnum netið. Allir sem hafa háhraðanettengingu eiga að geta fylgst með fundunum, séð þaðan kvikmynd af fyrirlesurum og þær glærur sem sýndar eru á fundinum. Þetta hefur virkað vel og áframhald verður í hádeginu í dag þegar TOS ungmennaskipti verða kynnt á súpufundi. Til að tengjast er best að smella á eftirfarandi hlekk að neðan eftir kl. 12:00 á fundardegi. Þar er að finna leiðbeiningar og tengil til að tengjast beint við fundinn: www.strandir.saudfjarsetur.is/supufundir.