22/11/2024

Svipmyndir af Ströndum

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti að venju af nokkrum myndum í gær af mannlífi á Hólmavík og í gönguferð um Tungusveitina. Á Hólmavík er að ljúka vinnu við grjótvarnargarð við vestanverða bryggjuna sem unnið hefur verið að síðustu vikur og er efnið sótt í grjótnámu sjávarmegin við þjóðveginn utan við Víðidalsá. Hafa verktakarnir sem eru fyrirtækið PG vélar ehf verið að skarka í grjótinu við bryggjuna og raða því í varnargarðinn. Skautasvellið við Galdrasýninguna er alltaf að stækka smá saman og bæði daga og kvöld er á því fólk að leika sér á skautum, bæði fullorðnir og börn. 

0

Fiskmarkaðurinn nýi tekur sig vel út á mynd, kominn með nýjar hurðir.

bottom

Kátir krakkar á skautasvellinu.

Skautakappar – Bára Örk Melsted, Halldór Kári Þórðarson, Harpa Dögg Halldórsdóttir og Daníel Ingi Daníelsson.

frettamyndir/2010/580-umsvif3.jpg

Unnið að grjótvarnagarðinum við bryggjuna, út frá nýju uppfyllingunni undir fiskmarkaðshúsinu.

frettamyndir/2010/580-umsvif2.jpg

Vitabrautin böðuð sól.

frettamyndir/2010/580-umsvif.jpg

Ástin á sér margar birtingarmyndir, ein þeirra býr í malbikinu í Tungusveitinni.

frettamyndir/2010/580-svipmynd3.jpg

Steinboginn i landi Kirkjubóls, utan við Miðdalsána. Einhvers staðar segir að forðum hafi verið gat í þessum kletti, en það sé hrunið. Selströndin í baksýn og æðarfugl á firðinum. Rekadrumbarnir í fjörunni sýna og sanna að undanfarin misseri hefur verið nokkur reki á Ströndum.

Gamli Ferguson stendur vörð um Sauðfjársetrið í Sævangi.

– ljósm. Jón Jónsson