22/11/2024

Stórglæsileg karókíkeppni á Hólmavík

Það var mikið um dýrðir á karókíkeppni Café Riis á Hólmavík í kvöld, þar sem tólf keppendur spreyttu sig fyrir framan fullum sal af fólki. Hvert atriðið var öðru glæsilegra, en að lokum var það Eyrún Eðvaldsdóttir sem fór með sigur af hólmi en hún keppti fyrir Bíla- og kranaþjónustu Danna. Tók hún m.a. lag með Tinu Turner af miklu trukki og dýfu. Í öðru sæti varð Kristinn Schram sem keppti fyrir Þjóðfræðistofu en hann sýndi mikla takta í dansi og söng að hætti David Bowie. Í þriðja sæti varð Barbara Guðbjartsdóttir sem keppti fyrir Samtök sauðfjárbænda og organista í uppsveitum Kollafjarðar. Skemmtilegasti keppandinn var valin Ingibjörg Emilsdóttir, en hún vakti gríðarlega lukku í gerfi Silvíu Nætur. Inga keppti fyrir Hænsnabúið á Borgabraut.

Ingibjörg Emilsdóttir og lífverðirnir hennar

Sigurður Atlason tók m.a. lag Bjarkar Guðmundsdóttir með sínum hætti

Eyrún Eðvaldsdóttir stóð uppi sem sigurvegari keppninnar, flutti bæði sín lög frábærlega

Kristinn Schram var eins og svart og hvítt á sviðinu

Kolbeinn Óttarsson Proppe keppti fyrir Fréttablaðið

 

Hópurinn með fjöldasöng í Karókíkeppninni á Hólmavík í kvöld – ljósm. Jón Jónsson