Þrjú útibú Kaupþings á Vesturlandi og Vestfjörðum verða sameinuð undir eina stjórn frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta eru útibúin í Borgarnesi, Búðardal og á Hólmavík. Þetta kemur fram á ruv.is. Bernhard Þór Bernhardsson, útibússtjóri Kaupþings banka í Borgarnesi verður yfir öllum þremur útibúunum, en þau verða öll rekin áfram og ekki dregið úr þeirri þjónustu sem þau hafa veitt. Þjónustustjórar munu sinna daglegri stjórnun í útibúunum, í Búðardal er það Dóra Guðmundsdóttir og á Hólmavík Elsa B. Sigurðardóttir. Útibúin á Hólmavík og Búðardal höfðu áður sama útibússtjóra, staðsettan í Búðardal.