Lokasýning á Þjóðbrók og hinu hyskinu verður í kvöld á Galdraloftinu á Galdrasafninu á Hólmavík. Sýningar á þessu skemmtilega leikriti þar sem brúður og gervi eru notuð jöfnum höndum til að gefa innsýn í þjóðsagnaarf svæðisins hafa gengið vel í sumar og aðsókn verið ágæt. Fyrirtækið Dúkkukerran stendur fyrir uppsetningu á verkinu í samvinnu við Strandagaldur og leika þrjár kynslóðir í leikritinu. Leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttir, en verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og Barnamenningarsjóði.