Samkvæmt frétt á ruv.is verður byrjað að klæða veginn um Arnkötludal í annarri viku af ágúst. Haft er eftir Ingileifi Jónssyni verktaka að hægt verði að aka nýja veginn um mánaðamótin ágúst september. 35 manns vinna nú við verkið. Samkvæmt Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar er nú unnið við efnisvinnslu með tveimur mölunarsamstæðum, auk þess sem unnið er við neðra burðarlag og frágang á ólíkum hlutum vegarins. Nýi vegurinn um Arnkötludal tengir saman Strandir og Reykhólahrepp með heilsársvegi og liggur um Arnkötludal og Gautsdal, rétt norðan við sumarveginn um Tröllatunguheiði.