22/11/2024

Hamingjudagar tókust vel

Það var góð stemmning á Hamingjudögum á Hólmavík um síðustu helgi og gengu hátíðarhöldin vel og vandræðalaust fyrir sig. Blíðskaparveður var á föstudegi og sunnudegi, en það skiptust á skin og skúrir á laugardegi meðan skemmtiatriði voru á sviði. Fallegt veður var á laugardagskvöldið þegar Hamingjutónar fóru fram í hvamminum við höfnina og gestir gæddu sér á gómsætum tertum. Mikið fjölmenni var á tónleikum KK og Magnúsar Eiríkssonar og dansleikur með hljómsveitinni Von var vel sóttur, eins og Furðuleikarnir í Sævangi á sunnudegi. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is vonar að takast megi að birta nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum næstu daga hér á vefnum.