Það var margt um manninn þegar fyrsta keppnisgreinin í Vestfjarðavíkingnum sumarið 2009 fór fram í sundlauginni á Hólmavík. Alls voru 11 keppendur sem spreyttu sig á að roga tveimur níðþungum tunnum um sundlaugina og upp á bakkann og vafðist fyrir sumum. Stefán Sölvi Pétursson fór með sigur af hólmi í greininni, eftir harða keppni. Stefán Sölvi er einmitt ættaður af Ströndum, eins og tveir aðrir keppendur, Úlfur Orri bróðir hans og Hallgrímur Pálmi Stefánsson. Langamma þeirra hét Borghildur Sigríður Guðjónsdóttir og bjó bæði á Þiðriksvöllum og í Sunndal. Steinólfur sonur hennar var rammur að afli. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina.
Stefán Sölvi Pétursson Vestfjarðavíkingur í fyrra sigraði í sundlaugargreininni – ljósm. Jón Jónsson