Boðað hefur verið til stofnfundar Hollvinasamtaka Borðeyrar og mun fundurinn fara fram á Borðeyri fimmtudaginn 11. júní nk. í matsal Grunnskólans á Borðeyri og hefst kl. 20:30. Allir eru velkomnir á fundinn og innganga í Hollvinasamtökin er einnig öllum heimil, óháð búsetu. Lögð verða fyrir fundinn drög að samþykktum fyrir hin nýju samtök, þar markmið þeirra koma fram. Í dreifbréfi segir að markmið slíkra samtaka sé yfirleitt að hlúa að og efla með ýmsu móti það sem þau eru stofnuð um og vissulega sé þörf á slíku fyrir Borðeyri.
Dagskrá stofnfundar er sem hér greinir:
1. Skipan starfsmanna fundarins (fundarstjóri, ritari).
2. Afgreiðsla samþykkta félagsins.
3. Ályktanir og tillögur.
4. Stjórnarkjör.
5. Önnur mál.
Að lokum verður svo boðið upp á kaffiveitingar í boði væntanlegra hollvina.