22/11/2024

Það brennur eldur innra með þér

Það brennur eldur innra með þér, er yfirskriftin á heilmiklu jóganámskeiði með fjölbreyttu ívafi um lífstíl og andlega líðan sem haldið verður á Hólmavík helgina 2.-3. maí. Í kynningu segir að andleg og
líkamleg upplyfting verði á dagskránni í Grunnskólanum á Hólmavík og eru námskeiðin hugsuð jafnt fyrir
konur sem karla, eins og sjá má af dagskránni hér að neðan. Leiðbeinendur eru Erna Lúðvíksdóttir forstöðumaður sjálfboðamiðlunar hjá Rauða krossinum, Katrín Óskarsdóttir nuddari og yogakennari, Rebekka Kolbeinsdóttir söngkona og Magnús Haraldsson fyrirlesari.

Dagskrá, laugardagur 2. maí:

Kl. 10:00 Hópkynning
Erna Lúðvíksdóttir leiðir
Kl. 11:00 Yoga
Katrín Óskarsdóttir
Kl. 12:00 Léttur hádegisverður
Ásdís Jónsdóttir matreiðir
Kl. 13:00 Stelpur 13-17 ára. Mataræði, framkoma,sjálfstraust, útlit o.fl.
Rebekka Kolbeinsdóttir
Kl. 13:00 Leiðbeiningar í paranuddi, vinanuddi og heilun.
Katrín Óskarsdóttir og Erna Lúðvíksdóttir
Kl. 14:30 Máttur trúarinnar
Fyrirlesari Magnús Haraldsson
Kl. 16:00 Dagskrá lýkur

Dagskrá, sunnudagur 3. maí:

Kl. 10:00 Kraftganga (fyrir þá sem treysta sér)
Katrín Óskarsdóttir
Kl. 11:00 Yoga og hugleiðsla
Katrín Óskarsdóttir og Erna Lúðvíksdóttir
Kl. 12:00 Léttur hádegisverður
Ásdís Jónsdóttir matreiðir
Kl. 13:00 Framhald námskeiða:
– Stelpur 13-17 ára. Mataræði, framkoma, sjálfstraust, útlit o.fl. Rebekka Kolbeinsdóttir.
– Leiðbeiningar í paranuddi, vinanuddi, heilun. Katrín Óskarsdóttir og Erna Lúðvíksdóttir.
– Máttur trúarinnar. Magnús Haraldsson

Aðgangseyrir er 1.000.- hvorn dag. Þátttaka tilkynnist til Ásdísar Jónsdóttur í s. 694.-3306.