Í gær voru opnuð tilboð efnisvinnslu í Bitrufirði á Ströndum, en þar er um að ræða mölun á efra burðarlagsefni og klæðingarefni í einni námu. Króksverk ehf á Sauðárkróki átti lægsta tilboð, tæpar 23,8 milljónir. Áætlaður verktakakostnaður var tæpar 33,5 milljónir. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2009, en fréttaritari telur líklegt að nota eigi efnið í bundið slitlag í Bitrufirði þar sem unnið var að breikkun vegarins í fyrrahaust á vegum Vegagerðarinnar.
Helstu magntölur eru:
Efni í efra burðarlag |
16.000 |
m3 |
Efni í klæðingu |
2.600 |
m3 |
Grjótnám á opnum svæðum |
14.500 |
m3 |
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Borgarvirki ehf. og Alexander Ólafsson, Hafnarfirði | 33.921.000 | 101,3 | 10.136 |
Áætlaður verktakakostnaður | 33.495.000 | 100,0 | 9.710 |
Myllan ehf., Egisstöðum | 33.117.500 | 98,9 | 9.333 |
Brjótur sf., Hofsósi | 32.478.700 | 97,0 | 8.694 |
Tak – Malbik ehf., Borgarnesi | 25.979.100 | 77,6 | 2.194 |
Króksverk ehf., Sauðárkróki | 23.785.000 | 71,0 | 0 |