22/11/2024

Strandahittingur syðra

Á dögunum var haldinn svokallaður Strandahittingur í hátíðarsal íþróttahúss Álftnesinga, en markhópurinn voru einkum þeir sem höfðu verið upp á sitt besta á 9. áratug síðustu aldar og þekktu hljómsveitir eins og Wham og Duran Duran. Mæting var fín og komu milli 70-80 manns. Stemmningin var svo enn betri, rétt eins og á góðu Sævangsballi voru menn með sínar veigar í haldapoka en snakk til að maula á borðum. Bjarni töframaður sá um að halda músíkinni gangandi og Gilli kennari var leynigestur kvöldsins. Voru allir sem að þessu stóðu sátt með útkomuna, enda eru Strandamenn þekktir fyrir að kunna að skemmta sér vel og prúðmannlega. Stendur til að hafa annan hitting síðar.

1

bottom

atburdir/2009/580-strandahittingur6.jpg

atburdir/2009/580-strandahittingur5.jpg

atburdir/2009/580-strandahittingur3.jpg

Vel heppnaður Strandamannahittingur – Ljósm. Sigfús Magnússon