Veður var slæmt víða um Vestfirði í gær og nótt og víða hálka og ófærð. Vegurinn norður í Árneshrepp er ófær, einnig sumarvegirnir um Þorskafjarðarheiði, Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Djúp til Súðavíkur og Ísafjarðar. Viðbúnaði vegna snjóflóðahættu í þéttbýli hefur verið aflétt á norðanverðum Vestfjörðum, samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum, að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands. Fólk er beðið að fylgjast sérstaklega vel með færð á vegum áður en það leggur af stað innan sem utan þéttbýlis.
Kindahópur á vegi við Miðdalsá á leiðinni úr fjörunni heim að húsum