22/11/2024

Strandabyggð tapar ekki fjármunum

Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra hefur bankakreppan helst þau óbeinu áhrif á sveitarfélagið Strandabyggð að lánsfjármagn verður fyrirsjáanlega af skornum skammti á næstunni. Hins vegar sé sveitarfélagið ekki með erlend lán og eigi ekki eignir í verð- eða hlutabréfum eða í peningamarkaðssjóðum þar sem fyrirséð er að fjármunir tapist. "Þegar verið var að byggja íþróttahúsið og sundlaugina auk annarra stórra framkvæmda á þeim tíma, lagði ég til við þáverandi hreppsnefnd að lán yrðu tekin í gegnum verðbréfastofur með útboði á íslenskum markaði og var það samþykkt. Því erum við með allt okkar á þurru, sem betur fer, en vextir á þeim lánum spanna frá 4,8% í tæp 6% og má teljast viðunandi," segir Ásdís.