22/11/2024

Loksins, loksins – slitlagið í Bitrunni breikkað

Löngu tímabærar framkvæmdir í Bitrunni loksins hafnarVinnuflokkur undir stjórn Vegagerðarinnar á Hólmavík hóf seint í síðustu viku vinnu við að breikka einbreiða slitlagið á Djúpvegi í Bitrufirði á Ströndum, en verkið var ekki boðið út. Byrjað var við efnisnámu í landi Hvítarhlíðar, enda verða menn að vinna sig frá námunni til að vörubílar og vinnuvélar geti mæst með eðlilegum hætti. Miðað við stikur við veginn frá Bræðrabrekku að Krossá verður vegurinn á þeim kafla breikkaður upp á við, enda útheimtir það minna efni, en veglína breytist lítið sem ekkert á þeim hluta. Allir góðir menn hljóta að fagna þessum löngu tímabæru vegabótum og nú er bara að vona að vegagerðarmenn láti ekki deigan síga fyrr en að verki loknu.

1

bottom

vegamal/580-breikkun6.jpg

vegamal/580-breikkun4.jpg

vegamal/580-breikkun2.jpg

Löngu tímabærar vegabætur í Bitrunni – ljósm. Jón Jónsson