Í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu ljóðskáldsins Aðalsteins Kristmundssonar sem tók sér skáldanafnið Steinn Steinarr, en hann fæddist að Laugalandi við Ísafjarðardjúp þann 13. október 1908. Af þessu tilefni efnir Leikfélag Hólmavíkur til dagskrár á Café Riis á Hólmavík mánudaginn 13. okt. kl. 20:00 þar sem til skemmtunar verður upplestur og söngur og fleira. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Steinn Steinarr var eitt áhrifamesta ljóðskáld 20. aldar, en hann lést í maí 1958, þannig að 50 ára ártíð hans var einnig á þessu ári.