22/11/2024

Strandabyggð gefið rafmagnspíanó

Mikið tónlistarlíf er í Tónskólanum á HólmavíkÍ skýrslu sveitarstjóra í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnar Strandabyggðar, kemur fram að í ágúst var haldið menningarmót á Ströndum þar sem saman komu afkomendur Sigríðar Jónsdóttur ljósmóður og Þórðar Sigurðssonar bónda í Stóra-Fjarðarhorni. Í tilefni mótsins var Strandabyggð fært að gjöf rafmagnspíanó með einlægum óskum mótsgesta að hljóðfærið gagnist íbúum á komandi árum og verði liður í eflingu tónlistar í skemmtana- og menningarlífi samfélagsins. Tók oddviti Strandabyggðar, Valdemar Guðmundsson, við gjöfinni fyrir hönd Strandabyggðar og þakkaði mótsgestum kærlega fyrir góða gjöf.