22/11/2024

Þrjár Svaðilfarir í sumar

Forsíða Geo SpecialÞórður Halldórsson á Laugarholti við Djúp er maðurinn á bak við hestaferðafyrirtækið Svaðilfara. Hann hefur undanfarin ár lagt mikla vinnu í markaðssetningu hestaferðanna sem eru sannkallaðar ævintýraferðir – 8 daga ferðir um óbyggðir í kringum Drangajökul. Þórður sagði í samtali við strandir.saudfjarsetur.is að nú væri þessi vinna að skila sér í auknum mæli. Í sumar væri orðið fullt í tvær ferðir og þeirri þriðju hefði verið bætt við.

Uppistaðan af kaupendum ferðanna nú í sumar eru Íslendingar, en annars eru Þjóðverjar álitlegasti markhópurinn að sögn Þórðar. Það kemur ekki til með að draga úr aðsókn að nýlega birtist heilmikil lofgrein um ferðir Svaðilfara í þýsku blaði, Geo Special. Greinina prýða fjölmargar myndir úr ferð sem blaðamenn fóru með Svaðilfara.

Þórður fer fyrir lestinni á Drangajökli

Þórður Halldórsson – ljósm. www.svadilfari-iceland.com.