Keppni hófst í Vestfjarðavíkingnum í dag í sundlauginni á Hólmavík á Ströndum. Þar reyndu kraftakarlarnir með sér í sundlaugargreininni sem felst í að svamla og burðast með tunnur bakkanna á milli á sem skemmstum tíma. Veðrið var frábært á meðan á keppninni stóð, en það var Grétar Guðmundsson sem sigraði í þessari fyrstu grein og hlaut að launum Svansbikarinn sem veittur er fyrir besta árangurinn í sundlauginni ár hvert. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og smellti myndum af kraftajötnunum fáklæddu. Einnig bregður fyrir áhorfendum og starfsmönnum, sjónvarpsmanninum góðkunna Samúel Erni Erlingssyni og kraftajötninum Magnúsi Ver Magnússyni sem var kynnir.
Keppt verður á eftirtöldum stöðum:
Fimmtudagur 10. júlí
– Hólmavík kl. 14:00 – Sundlaugargrein.
– Heydalur kl. 18:00 – Legsteins ganga.
Föstudagur 11. júlí
– Ísafjörður kl. 11:00 – Öxul lyfta.
– Flateyri kl 15:00 – Steinatök.
– Þingeyri kl. 17:00 – Kútakast.
Laugardagur 12 júlí
– Suðureyri kl. 11:00 – Réttstöðulyfta.
– Ísafjörður kl. 15:00 – Herkulesarhald (sterkasti áhorfandinn getur unnið GSM-síma).
– Ísafjörður kl. 16:00 – Hleðslugrein.
Kraftakarlar, sól og sumar á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson