22/11/2024

Mikið úrval af fuglum í Handverkshúsi Hafþórs

Hafþór Þórhallsson hefur ekki setið auðum höndum í vor, en hann hefur tekið hluta af húsinu Ráðaleysi á Hólmavík til gagngerra endurbóta, en þar er einnig beitningaaðstaða. Hefur Hafþór nú opnað handverksbúð í húsinu og er mikið úrval af margvíslegum tálguðum fuglum úr íslensku birki á boðstólum. Vinnustofan er jafnframt í húsnæðinu og þegar vel viðrar sest Hafþór út á stétt á bak við húsið og tálgar í góða veðrinu. Það er ljóst að margir munu líta við í Handverkshúsi Hafþórs í sumar og fylgjast með listamanninum að störfum.

Hafþór

Unnar Ragnarsson og Hafþór steypa stétt bak við húsið, enda kemur töluvert af gestum inn bakdyramegin

Fuglarnir hans Hafþórs eru víðfrægir og margir sem safna þeim, enda einstök listasmíð

frettamyndir/2008/580-handverk-haffa1.jpg

Verslunin er hin vistlegasta

frettamyndir/2008/580-handverk-haffi4.jpg

Efniviðinn má ei vanta, Hafþór ætlar að einbeita sér að framleiðslunni næstu vikur, en láta frekari framkvæmdir við húsið bíða um sinn

frettamyndir/2008/580-handverk-haffi5.jpg

Hafþór glaður í bragði úti á stétt að tálga í sólinni

– ljósm. Jón Jónsson