Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin í fjórða skipti í sumar og auglýsir Menningarmálanefnd Strandabyggðar nú eftir framkvæmdastjóra fyrir hátíðahöldin. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna hefur verið einkenni hátíðarinnar og hefur hlutur heimamanna í dagskránni jafnan verið stór. Umsóknum á að skila á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík eða í netfangið holmavik@holmavik.is í síðasta lagi 22. febrúar. Arnar S. Jónsson formaður menningarmálanefndar gefur nánari upplýsingar í s. 661-2009. Vefur Hamingjudaganna er á slóðinni www.hamingjudagar.is.