25/11/2024

Karlar menga meira en konur

Karlar á ferð?Samkvæmt rannsóknum sænska umhverfisráðuneytisins menga karlar meira en konur og gróðurhúsaáhrif af þeirra völdum eru mun meiri en kvenna. Karlarnir eyða meira eldsneyti og borða meira kjöt en konur, en hvort tveggja eykur magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Þessi sænska rannsókn er hluti af stærra verkefni sem unnið er að á vegum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og birtir staðreyndir um þann mun sem er á neyslu karla og kvenna, með sérstaka áherslu á umferð og samgöngur, þar sem kynbundin neyslumynstur eru afar skýr. Þetta kemur fram í tilkynningu íslensku Umhverfisstofunarinnar.

Samkvæmt skýrslunni (sem nálgast má á slóðinni http://www.sou.gov.se/mvb/pdf/rapport_engelska.pdf)
er það lítill hópur – eða um 10 prósent af öllum ökumönnum, aðallega karlar – sem standa fyrir 60% af öllum bílaakstri í Svíþjóð og leggja með því til sama hlutfall af útblæstri og umhverfisáhrifum af þeim sökum. Í skýrslunni kemur einnig fram að karlar standa fyrir 75% af öllum akstri í Svþíþóð ef reiknað er í kilómetrum á mann.