22/11/2024

Nemendur gera hundatal fyrir Árneshrepp

Þessa dagana er nemendurnir í Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík að vinna þema um náttúru Árneshrepps út frá ýmsum sjónarhornum. Nemendurnir gerðu m.a. nýverið rannsókn á hundatali í sveitinni sem er hluti af námi samfélagsfræði en þáttur í rannsókninni er að skoða dýralífið og allt nánasta umhverfi nemendanna. Í Árneshreppi eru búsettir tólf hundar um þessar mundir auk þess sem einn hundur er gestur í sveitinni um tíma. Kynskipting hundanna í sveitinni er frekar tíkunum í hag, þó það fari auðvitað eftir því hvernig á það er litið, en þær eru níu á móti þremur hundum auk Spora sem er sá sem er gestkomandi. Nemendur í Finnbogastaðaskóla í vetur eru tvær stúlkur, sjö ára og tíu ára.

Heimasíða Finnbogastaðaskóla er www.strandastelpur.blog.is


Tíra á Finnbogastöðum stillti sér upp fyrir myndatöku nemandanna.


Spori er gestkomandi á Krossnesi og er brosandi og sæll í sveitinni.

arneshreppur/grunnskolinn/580-nemendur-finnbogastadasskola-2007-08.jpg
Júlíana Lind og Ásta Þorbjörg nemendur Finnbogastaðaskóla í fjöru í Trékyllisvík við kunna iðju þar í sveit.

Ljósm.: Finnbogastaðaskóli
http://www.strandastelpur.blog.is/