Refaskyttan Magnús Ölver Ásbjörnsson á Drangsnesi og faðir hans Ásbjörn Magnússon fóru nýverið norður Bala að kíkja hvort þeir sæju rebba eða gæs. Þegar Magnús kom norður fyrir Kaldbaksvík sá hann hvar kemur stór haus upp úr sjónum. Þar var á ferðinni heljarstór útselur og lætur skyttan skot fara á hann og selurinn steinliggur. Magnús nær þá í veiðistöng og húkkar í hann til að koma honum að landi, því fyrir tilviljun var veiðistöngin ennþá á bílpallinum frá því í síðustu veiðiferð. Í því kemur enn stærri haus upp úr sjónum svo að ekki var annað að gera en að fleygja frá sér veiðistönginni og ná aftur í byssuna með sama árangri og áður. Sá minni viktaði 232 kíló en sá stærri 325 kíló, semsagt 557 kíló saman.
Magnús og útselirnir – ljósm. Árni Þór Baldursson