Enn er hægt að skrá þátttöku á Strandamannamót og Þuklaraball sem fram fer í Félagsheimilinu á Hólmavík annað kvöld, en þegar hafa rúmlega 100 manns skráð þátttöku sína.Skemmtunin hefst kl 20:00 og á matseðlinum verður holusteikt lambalæri að hætti Strandamanna, en auk þess mun Gísli Einarsson sjónvarpsmaður halda uppi fjörinu með ræðumennsku og veislustjórn, bráðfyndnir leikþættir að hætti Sauðfjársetursins verða fluttir og auðvitað verður fjöldasöngurinn og annað glens og grín skammt undan. Eftir að skemmtiatriðum lýkur tekur síðan við Þuklaraball með Halla og Þórunni. Hægt er að skrá sig í síma 661-2009 (Arnar Jónsson) eða í netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is.