22/11/2024

Guðjón Þórólfsson íþróttamaður ársins hjá HSS

Ársþing Héraðssambands Strandamanna (HSS) var haldið í Sævangi í júní síðastliðnum. Á því þingi var kosin ný stjórn HSS og fer Jóhanna Ása Einarsdóttir Hólmavík, með formennsku í henni. Aðrir í stjórn eru Rósmundur Númason, Bjarnheiður Fossdal, Ólafur Skúli Björgvinsson og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Jóhann Björn Arngrímsson lét af gjaldkerastöðunni eftir nokkurra ára starf og fékk bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf frá stjórninni. HSS hefur ráðið Kolbein Jósteinsson á Hólmavík sem framkvæmdastjóra fyrir sumarið og hefur hann hafið störf.

Íþróttamaður ársins var tilnefndur Guðjón Þórólfsson Umf. Geisla. Hann hefur staðið sig mjög vel í hástökki ásamt því að sinna öðrum íþróttum mjög vel. 

Íþróttamót sem framundan eru á Ströndum á vegum HSS eru eftirtalin:

14. júlí – Héraðsmót í frjálsum – Sævangi
25. júlí – Hérðasmót barna í frjálsum – Sævangi
11. ágúst – Sundmót HSS
18. ágúst – Bikarkeppni karla í fótbolta, seinni umferð