22/11/2024

Eru slyngir sláttumenn á lausu?

Að mörgu að hugaNú liggur mikið við hjá starfsmönnum sveitarfélagsins Strandabyggðar við að fegra Hólmavík fyrir Hamingjudagana, en grasspretta er með slíkum fádæmum þennan júnímánuð um allan hinn vestræna heim að varla hefst undan. Skrifstofa Strandabyggðar hafði samband við ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is og óskaði eftir að komið yrði á framfæri bón um að slyngir sláttumenn sem eiga sjálfir orf eða hafa yfir slíkri græju að ráða gefi sig fram. Áhugasamir fá greidd laun fyrir vinnu sína, en er bent á að hafa samband við Einar Indriðason verkstjóra í síma 861-4806 upp á skipulagið.