22/11/2024

Ferðafólk í vanda á Eyrarfjalli

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út til aðstoðar ferðafólki í kvöld. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð og höfðu fest bíl sinn í snjó á Eyrarfjalli, milli Ísafjarðar og Mjóafjarðar. Þau náðu inn í neyðarskýlið á hálsinum til að tilkynna um vandræði sín í gegnum talstöð á neyðarrásinni. Fyrst um sinn var talið að bifreiðin væri á Steingrímsfjarðarheiði en fljótlega kom í ljós að svo var ekki. Vegagerðin varar við mikilli hálku og fannfergi á Holtavörðuheiði en þar var mikil snjókoma í kvöld. Flutningabíll fór út af veginum efst á heiðinni og bílstjórar flutningabíla keðjuðu farartækin.

Nokkuð hvasst er á Ströndum í kvöld en snjólaust á láglendi.