22/11/2024

Truflanir á útsendingu Digital Ísland

Einhverjir byrjunarörðugleikar virðast vera í útsendingu Digital Ísland á Ströndum, en að sögn Sigurðar Marinó Þorvaldssonar hafa verið talsverðar truflanir á útsendingunni í morgun. Margir notenda Digital Íslands hafa talið að um væri að ræða truflanir vegna eigin loftneta eða viðtækja, en að sögn Sigurðar er bilunin í útsendingartækjum og því engin ástæða fyrir fólk að henda loftnetum eða kaupa nýjan sjónvarpskapal. Viðgerðarmenn munu vera á leiðinni og því ætti útsendingin að vera komin í lag í kvöld eða jafnvel fyrr.