Nú er ljóst að til vinnslustöðvunar kemur hjá Hólmadrangi. Gunnlaugur Sighvatsson sagði að reikna mætti með 3 til 4 vikna stoppi á hefðbundinni vinnslu vegna hráefnisskorts, en sagði að hluti starfsfólks ynni tímabundið við að endurpakka rækju í neytendaumbúðir. Stjórn Hólmadrangs hefur jafnframt ákveðið að fastráðið starfsfólk haldi dagvinnulaunum sínum. Í dag var starfsfólk Hólmadrangs á námskeiði um gæði og öryggi í rækjuvinnslu sem haldið var af starfmanni frá rannsóknarþjónustunni Sýni.
Úlfar, Rósmundur, Gunnlaugur (sem að sjálfsögðu sat námskeiðið), Sigurlaug og Ágústa
Steinar, Hjörtur og Hafdís
Sigurlaug og Gústa
Keli, Ulrik, Þröstur og Njalli
Sumir voru ekki alltaf með hugann við námskeiðið
Ljósmyndir BSP