Á fundi Íþrótta- og tómstundanefndar Strandabyggðar á dögunum var rætt um möguleika á að stofna stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir sveitarfélagið. Ásdísi Leifsdóttur sveitarstjóra var falið að ræða við formann Geislans um hvort hægt væri að sameinast um 50% stöðu slíks starfsmanns, en einnig er inn í myndinni að ræða við önnur sveitarfélög um hvort þau hafi áhuga á að taka þátt í starfinu. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti síðan þessa stefnu samhljóða á fundi sínum í fyrradag, en fundargerðirnar má finna undir þessum tengli.