25/11/2024

Hólmadrangur mætir kennurunum í fyrstu umferð

Nú er búið að draga í fyrstu umferð í Spurningakeppni Strandamanna. Það voru Lilli og Keli, starfsmenn og stuðboltar í Hólmadrangi, sem drógu í keppnina í mötuneyti fyrirtækisins, en það vann einmitt keppnina í fyrra. Fyrsta keppniskvöldið verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík næstkomandi sunnudag, 11. febrúar, og hefst það hefst stundvíslega kl. . Fjölmargar athyglisverðar viðureignir fara fram í fyrstu umferðinni; til dæmis tekur meistaraliðið Hólmadrangur á móti liði kennara við Grunnskólann á Hólmavík sem hefur unnið keppnina tvisvar sinnum, Skrifstofa Strandabyggðar keppir við Strandahesta og KSH etur kappi við Grunnskólann á Drangsnesi, svo örfá dæmi séu nefnd. Liðin sem mætast fyrsta keppniskvöldið eru eftirfarandi:

Sparisjóður Strandamanna – Félag eldri borgara
Leikfélag Hólmavíkur – Ferðaþjónustan Kirkjuból
Kaupfélag Steingrímsfjarðar – Grunnskólinn Drangsnesi

Eins og áður segir verður fyrsta keppniskvöldið næstkomandi sunnudag 11. febrúar. Ferðaþjónustan Kirkjuból tekur þátt í keppninni í fyrsta skipti, en öll hin liðin hafa tekið þátt áður með ágætis árangri.

Spurningadráttur

Annað keppniskvöldið fer síðan fram sunnudaginn 25. febrúar í Félagsheimilinu á Hólmavík. Keppnin hefst kl. 20:00. Þá fara þessar keppnir fram:

Ungmennafélagið Neisti – Vegagerðin
Strandahestar – Skrifstofa Strandabyggðar
Sundfélagið Grettir – Heilbrigðisstofnunin Hólmavík
Hólmadrangur – Kennarar við Grunnskólann á Hólmavík

Auk sigurliðanna sjö í  fyrstu umferð kemst stigahæsta tapliðið áfram í átta liða úrslit. Aðgangseyrir á spurningakeppnina, sem verður að sögn Arnars S. Jónssonar skemmtilegri en nokkru sinni fyrr, er aðeins kr. 500.- fyrir 16 ára og eldri. Tónlistaratriði verða flutt í hléi og hungraðir geta nælt sér í kaffi, gos og gúmmelaði á góðu verði.

saudfjarsetur/580-spurn-drattur3.jpg

Ljósm.: Arnar S. Jónsson