22/11/2024

Hráefnisskortur hjá Hólmadrangi

Vegna hráefnisskorts bendir nú allt til þessa að hætta þurfi vinnslu hjá Hólmadrangi ehf. eftir viku eða tvær. Gunnlaugur Sighvatsson framkvæmdastjóri sagði að, hráefnisverð hafi hækkað um og yfir 30 % en afurðaverð hafi ekki hækkað sem neinu nemur, og á þessum tíma væri mjög erfitt að fá hráefni. Gunnlaugur sagði jafnframt að þessi lokun væri tímabundin og vonandi þyrfti ekki að koma til hennar. Á síðasta ári var unnið úr yfir 6000 tonnum af hráefni sem gaf um 2500 tonn af fullunninni afurð. Það má til gamans geta þess að þegar veiðar á innfjarðarækju stóðu sem hæst var veiðin í öllum Húnaflóa mest um 3000 tonn og um einn fjórði af þeim afla kom til vinnslu á Hólmavík eða 750 tonn.


Sigurlaug Stefánsdóttir sér um gæðaeftirlitið


Ragnheiður Gunnarsdóttir sér um matinn í hádeginu

Pétur Matt sér um að pakka rækjunni í neytendaumbúðir

Ljósmyndir BSP