25/11/2024

Skíðamót á Hólmavík á sunnudag

Fyrsta skíðagöngumót ársins verður haldið á Hólmavík á sunnudaginn kemur og hefst kl. 14:00. Mótið fer fram á tjaldsvæðinu við Íþróttamiðstöðina Hólmavík og verður keppt í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð. Skráning er á staðnum og er mótið sem er haldið af Skíðafélagi Strandamanna er öllum opið. Síðustu ár hefur stundum staðið til að halda mót á Hólmavík, en ekki tekist vegna snjóleysis. Mótið á sunnudaginn verður fyrsta skíðamótið sem haldið er á Hólmavík í 12 ár, en síðasta mótið þar var fyrsta Strandagangan sem haldin var 26. mars 1995.