Veðurhorfur fyrir daginn í dag eru á þann veg að gert er ráð fyrir norðaustan 10-18 m/s og éljum þegar líður á morguninn. Vindurinn á heldur að ganga niður eftir því sem líður á daginn og verður hann orðinn mun hægari í kvöld. Frost verður á bilinu 1-7 stig.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka á vegum um Strandir sunnan Hólmavíkur. Snjór er á Steingrímsfjarðarheiði og Selströnd og þæfingsfærð er á veginum frá Drangsnesi að Bjarnarfirði. Ófært er um Bjarnarfjarðarháls og norðurúr.