24/11/2024

Hugmyndafundur um Vestfirði utan háannar

Markaðsstofa Vestfjarða verður með hugmyndafund á Hólmavík fimmtudaginn 31. ágúst. Fundurinn er hluti af verkefni sem snýr að því að útbúa ferðapakka sem í boði væru á Vestfjörðum utan háannar og er ætlað að efla heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum. Á fundinum verður safnað hugmyndum heimamanna um hvernig hægt er að tengja saman ferðaþjóna, svæði og vörur, ásamt því að sjá hvað er í boði á hverju svæði og hverjir hefðu áhuga á að taka þátt í slíkum pökkum. Fundurinn verður haldinn í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík, og hefst kl. 15.00. Hægt er að skrá sig á fundinn á netfangið magnea@vestfirdir.is.