Kosið er til alþingis í dag, laugardaginn 29. október 2016. Í Norðvesturkjördæmi eru 10 listar í boði, en Strandamenn á listunum eru heldur færri. Þorgeir Pálsson á Hólmavík er í 4. sæti hjá Pírötum og Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði er í 4. sæti hjá Dögun. Halldór Logi Friðgeirsson á Drangsnesi er í 10. sæti á lista Framsóknarflokks. Eysteinn Gunnarsson á Hólmavík er í 12. sæti hjá Samfylkingunni og Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli er í 12. sæti á listanum fyrir Vinstri-græn.
Af Strandamönnum með lögheimili utan Stranda má nefna að Hafþór Óskarsson frá Drangsnesi er í 12. sæti á lista Bjartrar framtíðar og Guðmundur R. Björnsson frá Melum í Árneshreppi í 14. sæti á sama lista.
Í Norðvesturkjördæmi eru eftirfarandi listar í boði: A-listi Bjartrar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar, F-listi Flokks fólksins, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingarinnar, T-listi Dögunar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.