22/11/2024

Styrkir vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

645-amstu8

Í tilkynningu sem Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks sendi strandir.saudfjarsetur.is er vakin athygli á rétti fólks til að sækja um styrki. Byggðasamlaginu er t.d. heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar ef námið hefur gildi sem hæfing eða endurhæfing. Eins er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfssemi, sem hefur gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miðar að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

Umsóknafrestur er til 23. nóvember 2015 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu hvers svæðis  og er umsóknaeyðublöð og reglur fáanleg hjá viðkomandi félagsþjónustu. Á Ströndum er þar um að ræða Maríu Játvarðardóttir félagsmálastjóra hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík, símar 4

51-3510 og 434-7880.