22/11/2024

Strandabyggð keppir í útsvari 16. október

508-holm12

Strandabyggð mun etja kappi við Rangárþing ytra í spurningakeppninni Útsvari og fer keppnin fram þann 16. október næstkomandi. Gríðarlegt álag hefur verið á keppendum Strandabyggðar frá því liðið var kynnt, enda eru miklar kröfur gerðar til liðsmanna og ekki að ástæðulausu. Þau Þorbjörg Matthíasdóttir, Sverrir Guðmundsson og Arnar Snæberg Jónsson bera af öðrum íbúum svæðisins eins og gull af eiri, sama hvort litið er til skemmtilegheita, gáfna eða glæsileika. Íbúar Strandabyggðar vilja stórsigur og ekkert minna. Andstæðingarnir eru þó engin lömb að leika sér við: Hreinn Óskarsson skógarvörður, Harpa Rún Kristjánsdóttir frá Hólum við Heklurætur og Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri á Hellu. Öll hafa þau keppt áður og gjörsigruðu m.a. lið Dalvíkur á síðasta ári.