22/11/2024

Samkeppni um byggðarmerki Bæjarhrepps

Á fyrsta fundi hreppsnefndar Bæjarhrepps, þann 12. júní síðastliðinn, var samhljóða samþykkt tillaga um að hreppurinn efndi til hugmyndasamkeppni um byggðarmerki. Í tilkynningu frá sveitarstjórn segir að tákn byggðarmerkisins skuli hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru, sögu eða ímynd Bæjarhrepps. Frestur til að skila tillögum er til 30. september 2006 og er sérstök dðómnefnd skipuð til að meta tillögur sem berast. Verðlaunaupphæð er kr. 100.000.-, en dómnefnd áskilur sér þó rétt til að hafna öllum tillögum.

Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, sbr. 4. og 5. grein reglugerðar um byggðarmerki nr. 112/1999. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um gerð og skráningu byggðarmerkja má finna hjá Einkaleyfastofunni, eða á vefnum www.els.is

Tillögum skal skila í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögunni skal jafnframt fylgja lýsing á merkingu hennar og meginhugmynd. Tillögurnar skal senda í umslagi, merktar með 4 stafa tölu sem höfundur velur.  Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni. Frestur til að skila tillögum er til 30. sept. 2006, merkt:

"Skrifstofa Bæjarhrepps.
 Skólahúsinu Borðeyri
 500- Staður"
merkt "byggðarmerki"

Upplýsingar um sveitarfélagið Bæjarhrepp má finna á www.vestfirdir.is.