22/11/2024

Gæsaveiðitíminn hafinn

Gæsaveiðitímabilið hófst á sunnudaginn síðasta, en samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hafa að meðaltali verið veiddar rúmlega 37 þúsund grágæsir hér á landi á ári síðustu ár og rúmlega 13 þúsund heiðargæsir. Verulegur fjöldi af gæsum bítur gras á túnum á Ströndum og eru vinsæl skotmörk. Veiðimönnum er bent á að kynna sér hvernig blesgæs er útlítandi, en hún er friðuð. Blesgæs hefur viðdvöl á Íslandi vor og haust á leið sinni til að frá Grænlandi.