Mikill fjöldi ferðamanna hafa farið á Hornstrandafriðlandið frá Norðurfirði í sumar en undanfarnar vikur hafa hundruðir útivistarunnenda nýtt sér siglingar Reimar Vilmundarsonar á bátnum Sædís sem getur flutt að allt að 30 manns í einu. Að sögn Reimars hefur verið vel bókað í ferðir í sumar og þurft að bæta við nokkuð af aukaferðum en samkvæmt áætlun er siglt frá Norðurfirði mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Með tilkomu nýja bátsins sem er glæsilegur í alla staði hefur aðstaða bæst til mikilla muna og á stundum má sjá tugi bíla ferðalanga sem staddir eru á Hornströndum, allt að sjötíu, lagt við höfnina á Norðurfirði. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is var á ferð í Norðurfirði í lok síðustu viku og hitti áhöfnina á Sædísi þar sem þeir voru að ganga frá eftir annir dagsins og smellti af nokkrum myndum.
Sædís við höfn í Norðurfirði
Brúin í Sædísi
Farþegarými Sædísar
Sædís
Sædís við bryggju í Norðurfirði á Ströndum
Áhöfnin á Sædísi
Ljósm.: Sigurður Atlason