Sundmót Héraðssambands Strandamanna (HSS) 2006 verður haldið laugardaginn 15. júlí í Gvendarlaug hins góða að Laugarhóli í Bjarnarfirði. Hefst keppnin kl. 13.00. Fulltrúar hvers félags taka við skráningum sem þurfa að berast í síðasta lagi í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. júlí. Keppt er í öllum aldursflokkum.
Skráning:
Umf. Harpa S: 451-1125 Gsm:861-3337 Oddný Ásmundsdóttir
Umf. Hvöt vsop@snerpa.is Vignir Pálsson 451-3532
Umf. Geislinn stebbij@snerpa.is Ása Einarsdóttir 456-3626
Umf. Neisti/Grettir ingivi@mi.is Birna Ingimarsdóttir 451-3387
Umf. Leifur heppni totilubbi@hotmail.com Tóti: 451-3370
Keppnisgreinar:
· Hnokkar og hnátur 8 ára og yngri: 25m bringusund
· Hnokkar og hnátur 9-10 ára: 25m bringusund
· Strákar og stelpur 11-12 ára: 50m bringusund, 25m baksund, 25m skriðsund og 25m flugsund (ný grein).
· Piltar og telpur 13-14 ára: 50m bringusund, 100m bringusund, 25m skrið, 25m baksund og 25m flugsund (ný grein).
· Sveinar og meyjar 15-16 ára: 100m bringusund, 50m bringusund, 50m skriðsund, 50m baksund og 25m flugsund (ný grein).
· Karlar og konur: 100m bringusund, 50m bringusund, 100 skriðsund, 50m skriðsund, 50m baksund og 25m flugsund (ný grein). 4x 50m boðsund.
· Karlar 35 ára og eldri og konur 30 ára og eldri (nýir flokkar): 100m bringusund og 50m skriðsund.