Eitt af dagskráratriðunum á Hamingjudögum á Hólmavík voru svokallaðir Hamingjutónar í hvamminum. Þar komu fram tónlistarmenn frá Hólmavík og fluttu lög eftir sjálfa sig og töluvert var þar um lög sem tengjast staðnum. Síðan arkaði allt liðið í skjólgóða lundinn græna við minnismerkið um Stefán frá Hvítadal sem er fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn og þar hélt fjöldasöngur áfram. Þar upplifðu menn þá óvæntu uppákomu náttúrukraftanna að sjá þorsk vaða í síld rétt upp við landsteinana í dágóða stund og var mikið sjónarspil.
Kvöldskemmtun í Kirkjuhvamminum – ljósm. Jón Jónsson