Eiríkur Valdimarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður dreifnámsins á Hólmavík í stað Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, sem tekið hefur við starfi skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík. Dreifnámið eða framhaldsskóladeildin á Hólmavík tók til starfa síðasta haust og eru kennd tvö fyrstu árin í framhaldsskóla í fjarkennslu í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Eiríkur er þjóðfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað við kennslu við Grunnskólann á Hólmavík auk kennslu við Háskóla Íslands.