22/11/2024

Sláttur hafinn í Tungusveit

Sláttur er hafinn í Tungusveit við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Reynir Björnsson bóndi í Miðdalsgröf var í óðaönn að slá túnið á Kirkjubóli í dag og var hinn kátasti með sprettuna. Reynir reiknaði þó með að almennt myndu menn bíða eina eða tvær vikur til viðbótar áður en sláttur hæfist af fullum krafti.

580-slattur1

Ljósm. Jón Jónsson